atNorth gervigreindarteymi

Vertu hluti af frábæru teymi okkar

atNorth leitar að brautryðjendum til að starfa í heimi gervigreindar og gagnavera. Við höfum sett okkur markmið um að vera leiðandi í uppbyggingu innviða fyrir gervigreind á alþjóðavísu og nú setjum við saman teymi sem mun sjá um að smíða þá innviði í gagnaverum okkar á Íslandi. 

Okkur vantar netsérfræðinga, rafvirkja, vélvirkja, tæknifólk, snillinga í ljósleiðaratengingum og skipulagsséní til að byggja upp sérhæfðan búnað sem mun skapa framtíðina í gervigreind. Smiðir gervigreindarinnviða hjá atNorth fá tækifæri á að ferðast um Norðurlöndin til að setja upp öflug tölvukerfi fyrir gervigreind í gagnaverum okkar.

Laus störf í gervigreindarteymi atNorth

Hafðu samband í dag

Contact us